Skip to main content

Þ að er nokkuð samdóma álit þeirra Skota sem hvað best þekkja land sitt að þó margir skoskir staðir séu á heimsmælikvarða í náttúrufegurð sé aðeins einn sem standi uppi sem númer eitt. Eyjan Skye er næststærsta eyja landsins og hér hefur Móðir Jörð tekið sér góðan tíma til skreytinga.

Það má sjá að litlum hluta í mögnuðu meðfyljandi myndbandi sem skoskur hjólreiðakappi tók nýlega þegar hann gerði sér lítið fyrir og myndaði ferðalag sitt frá hæsta tindi Skye, The Ridge, alla leið niður í fjöru.

Þó listir kappans séu hreint makalaust stórkostlegar er landslagið það ekki síður. Og ekki er laust við að umhverfið sé æði „íslenskt“ líka sem getur bara verið plús.