Skip to main content

F átt er spænskara í hugum margra en flamenco dansinn sem hvað vinsælastur er í Andalúsíuhéraði. Eftir mikla lægð meðal áhugamanna á áttunda og níunda áratugnum hefur flamenco nú náð aftur sínum fyrri vinsældum og það mun víðar en aðeins á Spáni. Þá eru og að koma fram ný afbrigði af þessum glæsilega dansi.

Deila skal gleði og harmi sínum. Um það snýst flamenco dansinn. Mynd Cobrer

Deila skal gleði og harmi sínum. Um það snýst flamenco dansinn. Mynd Cobrer

Sú hugmynd að flamenco dans sé þaulæft dansafbrigði er nokkuð algeng en ekkert er fjarri sanni. Hver og einn einasti flamenco dans er einstakur að því leyti að hann er sjaldnast æfður (nema á túristasýningum) heldur hreyfa söngvarar og eða dansarar sig í takt við líðan sína það og það skiptið. Í hnotskurn snýst flamenco aðeins um að tjá líðan sína í dansi eða með söng eða ljóðum.

Þannig er til að mynda tvennt ólíkt að upplifa flamenco í Andalúsíu eða Kastilíu. Í Sevilla dunar slíkur dans oft á götum úti og frægir dansarar taka sporin í litríkum klæðum. Elstu, bestu og vinsælustu flamenco staðirnir í Madrid eru hins vegar vel faldir, dimmir og litlir barir þar sem ekkert er lagt upp úr klæðaburði en því meira upp úr söngnum. Lifa gestir sig þannig mun betur inn í upplifunina en ella.

Fer þeim fjölgandi börunum, kallaðir Tablao, sem bjóða upp á annaðhvort flamenco sýningar eða gestir geta sjálfir gerst þátttakendur og gildir þá einu hvers lenskur maður er. Engin spurning er að þótt víða í borgum Spánar megi finna slíka bari er Sevilla mekka flamenco. Þar er enda eina flamenco safnið í veröldinni. Heimasíða þess er hér.

Hér að neðan er listi yfir helstu tablao staði í Andalúsíu. Hafið í huga að flestir eru þeir dýrir á spænskan mælikvarða enda meirihluti þeirra sniðinn að ferðafólki en ekki heimamönnum. Engar áhyggjur að rata ekki. Flestir ef ekki allir leigubílstjórar á viðkomandi svæðum þekkja mætavel til þessara klúbba.


 

SEVILLA

Casa de la Memoria

El Tamboril

El Arenal

El Patio Sevillano

La Gitanilla

Las Brujas

Los Gallos

Palacio del Embrujo Andaluz

Puerta de Triana

Casa Carmen

CADIZ

Restaurante Don Miguel

Bodega Jesus

Bodegón Rociero Marismas

Taberna Flamenca

El Lagá del Tío Parrilla

Taberna Flamenca La Cava

Bodega Obregon

Bar Ministro

Tablao Bereber

Taberna el Marques de Cadiz

CORDÓBA

La Caseta

La Garrocha

Cardenal: c/ Torrijos

La Bulería

Malaga/Marbella/Torremolinos

Bona Dea

Rincon Flamenco Carrete

El Biznaguero

El Jaleo

Sala Rociera el Tamboril

Tablao Flamenco Ana María

Vista Andalucia: Avenida de los Guindos

Casino, Plaza del Socorro

Sala Vivero Poligono La Estrella

La Mesonera

GRANADA

Cueva de Manolo Amaya

Cueva de María la Canastera

Cueva de la Faraona

Cueva de la Golondrina

Cueva del Pitirrilí

Cueva del Rocío

El Curro

Jardines de Neptuno

Los Tarantos

Reina Mora

Mirador de San Cristóbal

Venta Luciano

Zambra Gitana