Skip to main content

V elflestar borgir og bæir heims hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða umfram aðra. Náttúrufegurð, heilsulindir, gamlan miðbæ, frábærar verslanir. Svissneski bærinn Pfaffikon sækir sína frægð þó í töluvert dekkri átt.

Hingað sækir töluverður fjöldi fólks sem aldrei heldur annað. Mynd Llee-Wu

Pfaffikon er lítill tólf þúsund manna bær á bökkum Pfaffikonvatns í tæplega klukkustundar fjarlægð til austurs frá Zurich í Sviss.

Margt hefur bærinn til síns ágætis. Fallega staðsetningu, þægilega smæð og íbúar eins vinsamlegir og Svisslendingum er unnt.

En það er eitt sem er afar frábrugðið við þennan ágæta bæ og nágrannabæi í landinu og heiminum öllum. Fjöldi fólks sem hingað kemur á ekki afturkvæmt.

Það helgast af því að Pfaffikon, Pfäffikon á frummálinu, er sá staður í Sviss þar sem líknardráp eiga sér helst stað með samþykki stjórnvalda. Hingað komu árið 2019 tæplega 800 einstaklingar sem fengu læknisaðstoð við sjálfsvíg og hvorki fleiri né færri en níu þúsund einstaklingar á biðlista þegar þetta er skrifað. Þetta er húrrandi bissness.

Hér er um að ræða einstaklinga sem eru það illa farnir eftir hræðilega sjúkdóma og veikindi að þeir sjá enga aðra leið út en setja endapunkt. Sviss er eitt af örfáum löndum heims þar sem líknardráp er löglegt og það er hér í Pfaffikon sem margir þeir sem kjósa hjálp við að stytta lífið fá þá aðstoð. Þeir þurfa því ekki að lifa sárkvaldir alla sína hinstu daga.

Við vitum ekki með þig en okkur hjá Fararheill finnst þetta mannúðlegt í hæsta máta. Eða hvers vegna á ríkið að ráða því hvort okkur langar eða lifa lengur eða skemur? Svo ekki sé talað um að lifa ævidögunum með sársauka og leiðindi út í eitt. Nei, takk! Þá er Pfaffikon kjörstaður og allir velkomnir.