M argt gott er hægt að segja um Louvre safnið í París í Frakklandi og listhneigt fólk getur auðveldlega eytt þar mánuðum án þess að komast nálægt því að sjá allt það sem safnið hefur upp á að bjóða. En það er eitt sem fer í taugarnar á mörgum einmitt á þessu sama safni; raðir og mannþröng.

Vatn í munninn einhver? Mynd robobby

Vatn í munninn einhver? Mynd robobby

Louvre er nefninlega ekki vinsælasta listasafn heims fyrir ekki neitt svona þegar Kófið er ekki að gera usla og einu gildir þá hvenær safnið er heimsótt; alltaf er biðröð við miðasöluna og mannþröng fyrir framan helstu perlur safnsins.

Þess vegna er það einstaklega áhrifaríkt þegar svengd og sykurskortur sækir að fyrir, á meðan eða eftir að safnið magnaða er skoðað að bregða sér í verslunarmiðstöðina Carousel du Louvre við Rue de Tivoli. Nánast næsta hús við safnið sjálft og setja þar stefnuna beint á verslun Maison du Chocolat. Þar er fínasta góðgæti úr bestu fáanlegu hráefnum sem bíður eftir öllum súkkulaðigrísum og rúllar öllum sykurskorti lönd og leið á fimm mínútum.

Fararheill.is mælir sterklega með ÖLLU á staðnum en þó aðeins ef viðkomandi má við nokkur hundruð grömmum í viðbót við líkamsfituna.