N okkur ár eru nú síðan framtakssamt fólk í Svíþjóð keypti úrelda júmbóþotu og breytti í snyrtilegt gistihús. Aðsóknin vægast sagt góð jafnvel þó gistingin kosti sitt.

Klárt fyrir flugtak. Eða svefn bara. Eitt herbergi til leigu á Jumbo Hostel á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð. Mynd Jumbo Hostel

Klárt fyrir flugtak. Eða svefn bara. Eitt herbergi til leigu á Jumbo Hostel á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð. Mynd Jumbo Hostel

Jumbo Hostel á Arlanda flugvellinum í grennd við Stokkhólm vakti mikla athygli þegar það var fyrst opnað. Þotan hefur verið smekklega innréttuð og þar má kaupa gistingu í sérherbergi eða deila rúmi með fleirum í opnari rýmum eftir óskum.

Þetta hentar sérstaklega vel þeim er vilja prófa áður en Svíþjóðarförin tekur enda því þotan stendur á umráðasvæði Arlanda flugvallar og því hæg heimatökin sé flug morguninn eftir.

Alls óhætt að mæla með nótt hér þó reyndar verð á gistingu hér skjagi vel upp í og jafnvel upp fyrir gistingu á betri flugvallahótelum hér í kring. En hver man eftir enn einni nóttinni á gerilsneyddu hótelinu?