Skip to main content
Tíðindi

Ekkert hæft í auglýsingum Iceland Express

  26/04/2010maí 17th, 2014No Comments

Flugfélagið Iceland Express auglýsir grimmt þessi dægrin og er greinilega verið að keyra á auglýsingum sem fyrst birtust í ársbyrjun því enn er fullyrt að fljúga megi til Evrópu í sumar fyrir 14.900 krónur. Könnun Fararheill.is leiðir í ljós að frá 24 júní til 6. ágúst finnst ekkert flug á bókunarvél flugfélagsins á þessu verði.

Er þarna verið að kasta ryki í augu neytenda enda kemur í ljós að á þessum tíma kostar ódýrasta flug aðra leið til London, sem er ein stysta vegalengd sem flugfélagið flýgur, ekki undir 32 þúsund krónum. Ekkert flug til þeirra áfangastaða sem auglýstir eru fæst á 14.900 á umræddum tíma sem flokkast verður undir sumartíma eins og flugfélagið vísar til í auglýsingum sínum.

Í fjórum tilvikum reyndist flug með Icelandair ódýrara til London en með Iceland Express.