K annski erum við bara góðu vön. Kannski erum við bara bjálfar með stóru B-i. En kannski er ekki allt með felldu hjá Icelandair.

Nokkur ár síðan Icelandair, áður Iceland Air Connect og þar áður Flugfélag Íslands, skipti út Fokker vélunum sem sinnt hafa innanlandsflugi hér á klakanum um ár og raðir og gott betur. Inn komu De Havilland hreyflavélar sem reynst hafa vel um heim allann.

Sjaldan mínus að uppfæra gamalt stöff enda framleiðslu á Fokker-vélum löngu hætt þó þær hafi sannarlega staðið fyrir sínu á sínum tíma. Fáar tegundir flugvéla sem reynst hafa betur og hafa minni slysatíðni en gamli góði Fokkerinn.

En eitt böggar okkur hér hjá Fararheill sýknt og heilagt hafandi flogið ítrekað innanlands með þessum „nýju“ De Havilland, áður Bomdardier, vélum sem keyptar voru í stað Fokkersins. Þá erum við ekki að tala um að meðalaldur innlenda flotans er 25 ár né heldur að allar innanlandsvélarnar voru keyptar feitt notaðar frá Afríku. Plús auðvitað að Afríka hefur aldrei verið framarlega í flugöryggi né neinu öðru ef út í er farið.

Neibbs!

Við erum að tala um þetta hér af vef Icelandair:

De Havilland Canada DHC-8-400 vélarnar eru stærri, hafa meiri flugdrægni og 30% meiri flughraða en hefðbundnar vélar af sambærilegri gerð.

Hmmm!

Merkilegt nokk ekki satt. Þessar „nýju“ rellur verið í loftinu um nokkurra ára skeið en ÞRÁTT FYRIR 30% MEIRI FLUGHRAÐA en gömlu Fokkerarnir þá  tekur ennþá 60 mínútur að fljúga til Egilsstaða. Enn tekur 50 mínútur að fljúga til Akureyrar. Enn tekur nákvæmlega sama tíma og áður að fljúga til og frá.

Með öðrum orðum; hvers vegna eru Havilland-vélar Icelandair, sem nota bene eru 30% hraðfleygari en gömlu Fokkerarnir, jafn lengi að fljúga til og frá og Fokkerinn?

Spyr fólk sem ekki veit (en grunar ýmislegt…)