Í annað sinn á viku lokaði franska lögreglan Eiffel turninum í París og skipaði öllum gestum að yfirgefa turninn hið snarasta. Ástæðan er ótta við hryðjuverk. Í þetta skipti var tilkynnt um sprengju í turninum sem reyndist vera gabb.
En eðlilega tekur lögregla enga áhættu því þúsundir manna eru uppi í þessum heimsfræga turni hvert augnablik sem hann er opinn.
Frönsk stjórnvöld virðast hafa upplýsingar um að hryðjuverk á franskri grundu séu í bígerð því lögregla hefur ítrekað á síðustu vikum brugðist hraðar og með meiri mannafla við öllum sprengjuhótunum sem berast. Ekki er langt síðan lestarstöð í útjaðri Parísar var rýmd vegna þess sama.