Tíðindi

Dýrari ferðir fyrir feitlagna

  21/01/2010ágúst 31st, 2015No Comments

Í haust sem leið spurðist út að lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hyggðist setja sérstakt aukagjald á alla farþega í yfirvigt. Urðu viðbrögðin hörð þó vissulega sé auðvelt að sjá rökin fyrir slíkri hækkun því þeir farþegar sem sitja við hlið fólks í yfirvigt þurfa að gera sér að góðu að troða sér í sætin og illa fer um fólk.

Nú tilkynnir annað flugfélag um slíkar reglur og það öllu veigameira. Air France, franska flugfélagið, sem er eitt það stærsta í heiminum ætlar líka að taka gjald af akfeitu fólki frá og með apríl næstkomandi. Verða slíkir viðskiptavinir flugfélagsins að gjöra svo vel og greiða 75 prósent næsta sætið við hliðina í þokkabót við sitt eigið sæti. Er félagið í fullum rétti

Það hefur reyndar farið furðu hljótt um það en minnst þrjú bandarísk flugfélög beita sömu reglum: American Airlines, Southwest og JetBlue.