Skip to main content

Ekki á hverjum degi sem íslensk ferðaskrifstofa býður áramótaferð til Tælands. Enn síður gerist það að slík ferð fáist með feitum afslætti.

Óvitlaust ferð til Tælands um áramótin og verðið ekki út úr kú heldur. Skjáskot

Þó íslenska Gamlárskvöldið sé ágætt til síns brúks þá verður það þreytt eins og annað eftir 30 ár af sama pakkanum. Fyrir þá sem vilja tilbreytingu er óvitlaust að kíkja yfir á vef ferðaskrifstofunnar Farvel.

Sú er nú að bjóða afsláttarkjör á fimmtán daga áramótaferð til Tælands. Þar gist að mestu í hinni ágætu Hua Hin plús nokkrir dagar í Bangkok svona til að toppa pakkann. Fimm stjörnu gisting allan tímann og íslenskur fararstjóri fólki til halds og trausts.

Prísinn per haus er 299.950 krónur miðað við tvo saman og hér um að ræða 29 prósent afslátt frá fyrra verði eins og fram kemur í auglýsingunni. Forsvarsmenn Farvel ættu kannski að taka aukaáfanga í prósentureikningi því þetta er 43% afsláttur ef mark er takandi á upprunalegu verði ferðarinnar.

Gott verð en ekkert stórkostlegt. Vel hægt að dúllast sama tíma í sömu borgum Tælands fyrir töluvert lægra verð en hér er auglýst ef fólk græjar sitt sjálft. En þá er enginn fararstjori til að halda í hönd ef fólk kann fótum sínum ekki forráð.

Ágæt ferð ef fólk langar í sól og sælu yfir dimmasta tíma ársins og nennir ekki að hafa fyrir að plana og plottera.