Skip to main content

Nýr stjóri hjá íslensku flugleitarvélinni Dohop en sá þarf aðeins að taka til höndum ef marka má nýja skyndikönnun Fararheill. Leit að lægsta verði á flugi til fjögurra áfangastaða og heim aftur leiðir í ljós að sá íslenski fer nokkuð halloka gagnvart hinum danska Momondo.

Danir hafa betur gegn Íslendingum í skyndikönnun Fararheill

Danir hafa betur gegn Íslendingum í skyndikönnun Fararheill

Fararheill hefur áður komið inn á það að gera verðsamanburð jafnvel þó um verðsamanburðarvélar sé að ræða. Og reynslan sýnir reyndar að það er nauðsyn því ótrúlegur verðmunur getur verið þeirra á milli. Gildir þá einu hvort um er að ræða gistingu, flug eða bílaleigur.

Taflan sýnir niðurstöðurnar við leit frá Keflavík til fjögurra áfangastaða og þar af tveggja sem ekki eru í boði í beinu flugi héðan. Leitað samtímis á vefum Momondo og Dohop kl. 17:00 þann tíunda mars 2015.

Það er reyndar líka athugunarvert að blöð og miðlar landsins birta reglulega „verðkannanir“ Dohop. Þær auðvitað gerðar á vef Dohop og því ekki endilega „réttar“ ef svo má að orði komast. Í það minnsta kannski ekki lægsta verð sem finnst.

* Keflavík – Bangkok 16.-30. apríl 2015
** Keflavík – Orlando 8.-22 maí 2015
*** Keflavik – Malaga 19.-26.júní 2015
**** Keflavík – Ibiza 10.-24 júlí 2015