Mogensen með þetta sem endranær. Dauðsfall í fjölskyldu er nú bara tilefni til að henda út súperhressri kveðju…
Indverjar hafa nú um langt skeið sinnt símaþjónustu fyrir hönd flugfélagsins Wow Air með vægast sagt vafasömum árangri. Margra klukkustunda bið er reglan frekar en undantekning og jafnvel þeir sem ná í gegn að lokum fá yfirleitt bara „sorrí Stína.“ Fyrir utan auðvitað að símtöl til Indlands kosta fót- og handlegg sem viðskiptavinir þurfa að greiða.
Heather Collett frá Írlandi fékk meira en það. Hún fékk „have a WOW DAY“ þegar hún reyndi að fá minnstu aðstoð þegar hún varð að hætta við brottför með Wow Air þegar faðir hennar lést. Hún óskaði eftir endurgreiðslu miðans eða vildarpunktum en allt kom fyrir ekki.
Ekki alveg víst að Heather hafi haft „WOW DAY“ þann dag. Mogensen líklega ekki á leið til himnaríkis þegar hann er allur.







