Skip to main content

L angflestir kannast við þessar aðstæður; það er búið að tæpa ótæpilega á drykkjum fram eftir nóttu og hópurinn farið á skemmtistað fram undir morgun. Dagsskíman brosir við þegar út á stétt er komið að nýju og svefn heillar en magafylli heillar jafnvel meira. Hvað gera bændur þá?

Jafn ljúffengt með síðdegiskaffinu og eldsnemma morguns eftir djammið

Jafn ljúffengt með síðdegiskaffinu og eldsnemma morguns eftir djammið

Séu þeir staddir á Spáni og sérstaklega inn til landsins í Zaragoza eða Madríd er engin spurning hvert haldið skal. Churrería er málið.

Það eru kaffihús sem opna dyr sínar klukkan fimm á morgnana og sum þeirra loka nánast aldrei. Þar má jafnan finna iðandi mannlíf snemma morguns um helgar þegar fólk kemur af skemmtunum til að fá sér í gogginn en ekki síður vinsælt með síðdegiskaffinu eða hvenær sem er dags og svengd sverfur að.

Churrerías, eða Chocolaterías, sérhæfa sig í fersku churro eða perro sem eru bakaðir hveitistrimlar sem stráð er yfir sykri og dýft í brennheitt súkkulaði. Lostæti sem bráðnar í munni og fyllir maga fljótt og auðveldlega.

Í Madrid finnast tvær tegundir. Churro er hin hefðbundna mjóna en aðeins þar fæst einnig porra sem er sami hlutur en tvöfalt þykkara stykki. Sitji menn annars staðar eins og í Valenciu héraði gengur þessi réttur undir nafninu calentito og fæst á öllum almennilegum kaffihúsum.

Ómissandi hluti af spænsku lífi og ekki síst þegar skrölt er heim á leið eftir djamm og djúserí 🙂