Skip to main content

E ndrum og sinnum bjóða innlendar ferðaskrifstofur upp á fjallaferðir til hinna himnesku Dolómítafjalla í norðausturhluta Ítalíu. Sá kalksteinsfjallgarður gæti vel verið sá fegursti í veröldinni allri.

Dolómítafjöllin eru nánast framlenging á Alpafjöllum en þó töluvert annarrar gerðar.

Ekki lítil samkeppni í fjallasalafegurð á heimsvísu. Alpafjöllin heilla alla sem þangað koma hvort sem er að vetri eða sumri. Japönsku Alpafjöllin þykja ekki mikið síðri en þau evrópsku og enginn skyldi nokkurn tíma gera lítið úr fegurðinni sem finnst í og við Andes-fjallgarðinn í Suður-Ameríku. Seint fær nokkur lifandi maður heldur leið á náttúrufegurð Himalæjafjalla.

En þrátt fyrir stífa samkeppni setjum við okkar atkvæði á Dolómítafjöllin og þrátt fyrir að hafa spásserað lítið eitt þar fyrir margt löngu er það þetta myndband hér sem færði okkur heim sanninn. Fer þetta ekki langleiðina með að sannfæra þig líka?