Skip to main content
Þ

að er einu sinni svo að flest langar okkur að gera eitthvað aðeins extra á ferðum erlendis þó ekki sé nema láta eftir okkur að njóta veitinga á allra besta veitingastaðnum eitt kvöld.

Fjölmargir góðir matstaðir í Amsterdam en hér eru þeir bestu. Mynd Iloveamsterdam

Fjölmargir góðir matstaðir í Amsterdam en hér eru þeir bestu. Mynd Iloveamsterdam

En það er stundum ekki svo einfalt í stærri borgum heimsins enda finnast yfirleitt tugir veitingastaða sem frábærir þykja 365 daga á ári. Víða er það líka svo að þar sem besta matinn er að fá er ekki endilega ýkja kósí að vera eins og raunin er víða við Miðjarðarhafið. Fyrir utan auðvitað að smekkur manna er misjafn.

Hér að neðan má sjá bestu veitingastaðina að mati krítikera Zagat annars vegar og Michelin hins vegar í hinni ágætu borg Amsterdam auk heimasíðna hvers staðar fyrir sig.

Bon appetit!

ZAGAT

  1. Restaurant Van Vlaanderen
  2. Yamazato
  3. Blauw aan den Wal
  4. Visaandeschelde
  5. Christophe

MICHELIN

  1. Bord´Eau
  2. Samhoud Places
  3. Ciel Bleu
  4. Aan de Poel
  5. Bridges