Skip to main content

Það á ekki að koma á óvart en gerir það samt: skemmtigarðar eru fyrir barnaníðinga sem hungang er býflugum.

Universal Studios í Flórída. Þar hafa síðustu ár nokkrir starfsmenn verið handteknir vegna barnagirndar eða barnaníðingshátt. Mynd Jeff Krause

Universal Studios í Flórída. Þar hafa síðustu ár nokkrir starfsmenn verið handteknir vegna barnagirndar eða barnaníðingshátt. Mynd Jeff Krause

Barnaníð eða annars konar óhugnaður er síst í huga þeirra sem fara með börn sín í skemmtigarða hér og þar í veröldinni. Þvert á móti er gleðin oftar en ekki við völd í slíkum ferðum enda skemmtun stóra hugmyndin með skemmtigörðum.

En það er sennilega ástæða til að vera á varðbergi í skemmtigörðum því þangað sækja töluvert margir sem þjást af barnagirnd og eða hreinir og beinir barnaníðingar.

Nægir að líta til Flórída til að finna næg dæmi um þetta. Bara á einni viku handtók lögregla yfir hundrað einstaklinga sem komið höfðu sér saman um að lokka börn og unglinga sér til fylgilags í hinum ýmsu skemmtigörðum fylkisins. Það plott gekk ekki en margir þeirra handteknu hafa áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Þar af nokkrir starfsmenn Universal Studios, Disney World og SeaWorld.

Því fer fjarri að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Sumarið 2015 voru þrettán starfsmenn Disney World handteknir vegna barnaníðs, fimm starfsmenn Universal Studios og tveir aðrir sem störfuðu í Sea World. Ári fyrr, 2014, voru einnig átta manns handteknir í Flórída vegna barnaníðs sem allir störfuðu í einum eða öðrum skemmtigarðinum í fylkinu.

Hin besta hugmynd því að hafa varann á sér hér þó Mikki Mús og Guffi brosi sínu breiðasta.