Tíðindi

Aukinn skattur á farþega frá Bretlandi

  30/10/2010júní 1st, 2014No Comments

Frá og með næstu viku hækkar svokallað farþegagjald um allt að 50 prósent á alla farþega sem fljúga frá Bretlandi. Það þýðir aukin gjöld frá Bretlandi og hingað til lands um tæpar 2.200 krónur á almenningsfarrými.

Hækkar þó gjaldið til muna sé flogið lengri ferðir og hækkar þannig skattarnir á mann frá Bretlandi til Ástralíu um litlar 35 þúsund krónur.

Er þetta liður í skattahækkunum breskra yfirvalda sem eru djúpt í kúk með ríkisfjármálin og þurfa að bregðast við með harkalegum ráðum.

Margir þeir Íslendingar sem ferðast á eigin vegum fara einmitt að megninu til um flugvelli í Bretlandi á leiðum sínum lengra enda fljúga þaðan öll helstu lágfargjaldaflugfélög heims. Þetta mun því hafa einhver áhrif á fargjöld þeirra eins og annarra sem þaðan fljúga.