V ið sögðum ykkur um daginn frá skemmtilegri útsöluverslun hins virta postulínsframleiðanda Royal Copenhagen í Kaupmannahöfn. En það eru fleiri afsláttarverslanir í borginni en það.

Vöruúrvalið ekkert til að hrópa húrra fyrir en allar vörur þó á 50% afslætti hið minnsta. Skjáskot

Vöruúrvalið ekkert til að hrópa húrra fyrir en allar vörur þó á 50% afslætti hið minnsta. Skjáskot

Það vita allir sem dvalið hafa stundarkorn í okkar gömlu höfuðborg síðustu misserin að hún er orðin æði dýr á fóðrum. Raunin er náttúrulega að danska krónan hefur svo sem ekki hækkað neitt verulega heldur er það íslenska krónan sem bognar sýknt og heilagt eins og hringjarinn frá Notre Dame.

Sem merkir að Kaupmannahöfn er ekkert sérstaklega tilvalin til verslunar almennt. Ein undantekning á því er Langelinie Outlet.

Það er afsláttarverslunarkjarni í norðurhluta borgarinnar við hafnarsvæðið ekki langt frá Litlu hafmeyjunni.

Langelinie er hvorki mjög stór né úrval neitt stórkostlegt en þar hægt að gera ágæt kaup ef allra nýjasta tíska skiptir ekki höfuðmáli. Hér fást vinsælar vörur frá Levi´s og Nike og Noa Noa og fleiri þekktum aðilum á 50-70% afslætti frá miðborgarverði. Það er nægilega góður afsláttur til að láta sig hafa að kíkja að minnsta kosti.

PS: Næsta stöð við Langelinie er Austurport. Strætisvagn 26 fer að Langelinie.