L engi vel í kjölfar Hrunsins 2008 var það svo að golfelskandi Íslendingar þurftu að punga út árslaunum verkamanns fyrir einn hring á flottari völlum Bandaríkjanna og víðar. Það aðeins breyst til batnaðar en aldrei skal vanmeta að spila fína velli erlendis á lægra verði en annars er í boði.

Í Flórídafylki í Bandaríkjunum eru yfir 1.400 golfvellir alls. Margir þeirra eru almenningsvellir sem hægt er að spila tiltölulega ódýrt. Mynd Philip Larson
Margir Íslendingar hafa unun af því að spila golf í Flórída vestur í Bandaríkjunum og reyndar víðar þar í landi.
Það ekki gefins en það er ein leið fær til að lækka kostnað duglega við golfiðkun í Flórída og nokkrum öðrum fylkjum.
Til þess þarf annaðhvort að kynnast heimamanni eða þekkja heimamann og fá hann með þér á völlinn. Sem er nú yfirleitt sáraauðvelt vestanhafs.
Fjöldi valla á Flórída og mun víðar í Bandaríkjunum flokkast sem almenningsvellir, public courses, en þeir eru þeir almennt opnir útlendingum líka. Munurinn þó sá að heimamenn, íbúar í fylkinu sem um ræðir, fá milli 40% og 80% afslátt frá hefðbundnum vallargjöldum á þessa sömu velli umfram aðra gesti.
Með heimamann þér við hlið sem er reiðubúinn að taka einn hring og sjá um greiðslu er því hægt að rúlla fyrirtaks velli fyrir þrjú til fjögur þúsund krónur! Á hvaða golfmælikvarða sem er telst það vera þokkalega gefins.
Ritstjórn hefur afar fína reynslu af slíkum almenningsvöllum vestur í Bandaríkjum og þeir finnast víða. Þar er öll helsta þjónusta sem fæst á dýrari völlum og vellirnir sjálfir lítt verri. Hið eina er, þar sem fáir spila golf nema ríkir vestanhafs, að þú getur stundum haft völlinn út af fyrir þig. Reyndu að upplifa það á dýrari völlum Flórída.
Sjá lista yfir alla almenningsvelli í Flórída hér.