Tíðindi

Arion banki niðurgreiðir ferðir Expressferða

  11/10/2010maí 31st, 2014No Comments

Svo virðist sem Expressferðir, ferðaskrifstofa Iceland Express í eigu Pálma Haraldssonar, hafi fundið leið til að gera ferðir sínar enn ódýrari en ella með samvinnu við Arion banka. Ferðaskrifstofan býður einar fjórar ferðir nú í nóvember í samvinnu við bankann.

Hvernig Arion banki getur niðurgreitt ferðir með ferðaskrifstofu en ekki boðið hefðbundnum viðskiptavinum sínum upp á ýkja margt er óljóst. Ekki er heldur að sjá á ferðalýsingu að bankinn komi að öðru leyti að umræddum ferðum.

Segir í auglýsingum Expressferða að með samvinnu Arion Banka og Expressferða sé hægt að bjóða einstaklega hagstæðar ferðir til fjögurra áfangastaða nú í nóvember. Þá vaknar spurningin um hvort bankinn sé ekki reiðubúinn að taka þetta lengra og niðurgreiða allar ferðir fyrst nægir peningar eru á þeim bænum.

Auglýsingar Expressferða og Arion banka hér.