
Boeing Max-vélar Icelandair að koma mun betur út en elstu menn þorðu að vona. Mynd Boeing
Við um tíma vakið athygli á mjög háum fargjöldum Icelandair til sinna flestu áfangastaða. Nú síðast til Berlínar þar sem hið nýja lággjaldaflugfélag Play er að ítrekað að taka gömlu konuna beinlínis í bólinu og lyktin hræðileg.
Svo lesum við þetta í Viðskiptablaðinu:
Hann (forstjóri Icelandair) bætir einnig við að vélin (Boeing Max) hafi staðið sig vel í rekstri á síðustu vikum og mánuðum. „Eldsneytisnotkunin var minni en við gerðum ráð fyrir og flugdrægnin meiri. Við erum því að sjá fram á að MAX vélin mun sinna okkar leiðakerfi enn betur en við gerðum ráð fyrir þegar hún var pöntuð árið 2012.“
Hmmm!
Eldsneytisnotkun minni en ráð var fyrir gert hjá fræðingum Icelandair. Eldsneytiskostnaður er annar stærsti útgjaldaliður flugfélaga og hér því um töluvert stórar fréttir að ræða.
Gott mál að rellur Icelandair eyði minna eldsneyti til og frá en er ekki eðlilegt að viðskiptavinir njóti þess sparnaðar að einhverju leyti? Er ekki eðlilegt í þessu tilliti að þær leiðir sem Max-vélarnar fljúga kosti minna en almennt er raunin?
Jú, það væri svo ef forsvarsmenn Icelandair væru ekki daginn út og inn að hugsa um hagnað hlutafjáreigenda. Alls engin þörf á að lækka fargjöld þó tekist hafi að lækka kostnað við sömu flugferðir um 5 til 15 prósent. Best að það fari allt í vasa feitra fjárfesta jafnvel þó skattpeningar hafi verið notaðir áratugum saman til að halda þessu batteríi á flugi.
Gaman að þessu (ekki.)







