Skip to main content
E ins og Fararheill hefur komið inn á margoft gegnum tíðina munu forsvarsmenn Icelandair síðustu áratugi aldrei komast í námsbækur fyrir framúrskarandi rekstrarkunnáttu. Eiginlega þvert á móti og þar á bæ virðast menn enn ekkert hafa lært…

Icelandair að gera sömu mistök og þegar Wow Air tók til starfa… Samsett mynd

Svona ef það skyldi hafa farið framhjá forráðamönnum Icelandair þá er kominn til sögu nýr íslenskur samkeppnisaðili. Sá heitir Play og tæpur mánuður er síðan fyrsta flug Play fór í loftið. Um er að ræða svona semí-lággjaldaflugfélag.

Til upprifjunar fyrir forsvarsmenn Icelandair er þeim hollt að muna að annað lággjaldaflugfélag, Wow Air, þurfti aðeins þrjú ár til að jafna þann fjölda sem gamla konan (Icelandair) flutti til og frá landinu þrátt fyrir plögg og auglýsingar erlendis um áratugaskeið og ítrekaða aðstoð frá skattgreiðendum til að halda kompaníinu á flugi.

Tvær helstu ástæður þess að Wow Air tók Icelandair í bólinu á fimm sekúndum sléttum fyrir tæpum tíu árum síðan þær að A) hinn misvitri skattaskjólselskandi Björgólfur Jóhannsson réði þar ríkjum um rúmlega tíu ára skeið og B) að Icelandair brást seint og illa við miklu háloftaflugi Wow Air strax frá fyrsta degi. Það tók Icelandair sirka fjögur ár að kveikja á þeirri peru.

Björgólfur sem betur fer farinn fjandans til (eða því sem næst til Samherja) en hans hægri hönd allan tímann hjá Icelandair var Bogi Nilsson. Sá virðist meðvitundarlaus um að nýr samkeppnisaðili hefur tekið til starfa. Allavega sé miðað við fargjaldamun á Icelandair og Play til Berlínar næstu vikur og mánuði.

Kíkjum á örfá handahófskennd dæmi fram og aftur með ekkert meðferðis:

15.- 22. ágúst

26. – 29. ágúst

30. ágúst til 3. september

6.- 13. september

Einhver að sjá það sama og við sjáum? Kannski að lágmarksverðmunur á sömu vörunni í þessum fjórum tilvikum er EKKI NEMA 72 PRÓSENT!

Icelandair þarf að girða brók í klof ekki síðar en í gær ef flugfélagið vill ekki upplifa deja-vu all over again 😉