S eint í gærkvöldi, 25. febrúar, settu Bretar flugbann á öll rússnesk flugfélög til og frá Bretlandi. Tíu mínútum síðar bönnuðu Rússar öllum breskum flugfélögum að fljúga um rússneska lofthelgi. Seinna bannið gæti haft feitar afleiðingar ef draumurinn er að skottast til Asíu.

Eftir því sem næst verður komist halda rétt tæplega tíu þúsund Íslendingar til landa Asíu svona á ársgrundvelli þegar faraldur er ekki að gera usla. Líklegt má telja nú þegar búið er að afléttu öllum takmörkunum hérlendis og víða erlendis líka að margir hugsi sér gott til glóðar að komast í sól og sælu í ódýrum löndum Asíu sem fyrst.

Þá er æði sniðugt að sniðganga alfarið öll bresk flugfélög miðað við stöðuna. Það þurfa nefninlega öll evrópsk flugfélög að fljúga drjúga stund um lofthelgi Rússlands til að koma fólki sem hraðast til landa Asíu. Sé það ekki í boði eins og nú varðandi þau bresku hættir beint flugið að vera þetta 10 til 12 tímar og verður að 14 -18 tímum og yfirleitt millilending líka.

Þegar þetta er skrifað eru það aðeins bresku flugfélögin sem verða að fara krókaleiðir til Asíu en auðvitað gæti það breyst sísona snarlega á næstu sólarhringum.

Allavega, ekki bóka með Bretum ef langflug austur er á döfinni. Nema auðvitað að þú elskir súperlangflug með stoppi í einhverju krummaskuði í Mið-Austurlöndum.

Óhrædd við að nota nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það er eina tekjuleið okkur hér 😉