A llir ferðaþyrstir einstaklingar hafa fengið leið á öryggiskynningum flugfélaga. Öryggistilkynningum sem gætu þó bjargað lífi þínu í neyð. Air France er að gera þetta rétt.

Venjulegt fólk að gefa mikilvægar ábendingar fyrir flug. Ómetanlegt! Skjáskot

Öll könnumst við við þetta. Þreyttur yfirþjónn fer yfir öryggisatriði fyrir flug. Öryggisatriði sem við höfum öll séð þúsund sinnum og enginn nennir að fylgjast með sökum þess að yfirflugþjónninn hefur röflað þetta sama þúsund sinnum á ári, veit að enginn fylgist með og les því upp af blaði eins og ryksuguróboti á leið á Sorpu.

Mörg flugfélög með skjái í sætum eða loftum hafa útbúið öryggismyndbönd til að reyna að gera þetta örlítið meira spennandi. Icelandair lengi haft þann háttinn á en gallinn sá að öryggismyndband þeirra virkar meira eins og Íslandskynning en öryggiskynning. Annar galli við slík myndbönd að þau hætta að virka eftir sex til tíu mánuði. Þú hættir að veita slíkum kynningum athygli eftir tvær til þrjár flugferðir með sama pakkanum.

Air France reynir að bæta úr því og breytir öryggismyndböndum sínum á tólf mánaða fresti. Það nýjasta má sjá hér að neðan og er fantavel gert jafnvel þó það sé tæplega sex mínútna langt. Auðvitað landkynning líka en gert smekklega og fagmennska út í fingurgóma. Ekkert instagram-fallegt fólk að röfla heldur bara ósköp venjulegt fólk. Svona eins og við hin 🙂