Jebbs! Það er sá tími ársins enn á ný. Þú ekkert að verða yngri né fallegri og góðar líkur á, ef þú safnar vildarpunktum Icelandair, að um áramótin missir þú vænan spón úr aski.

Vildarpunktakerfi snilld fyrir fyrirtæki en ekki svo mikið fyrir viðskiptavini.
Ótrúlega margir þarna úti safna vildarpunktum Icelandair eins og það sé aðgöngumiði að himnaríki. Enn fleiri kaupa vildarpunkta sérstaklega í formi gjafabréfa til að gefa vinum og ættingjum að gjöf.
Gott og blessað svosem. Það er sannarlega hagur fyrirtækja að fá inn feita seðla fyrir þjónustu sem fyrirtækið þarf kannski aldrei að veita og getur breytt skilmálum eins og hendi sé veifað.
Ekki svo mikið hagur neytenda. Hafi einhver nennu til að lesa yfir smáa letur Icelandair vegna vildarpunkta kemur strax í ljós að hér liggur rotinn lax undir steini. Ekki aðeins leyfir Icelandair (og öll önnur flugfélög sem veita vildarpunkta) sér að breyta skilmálum sísona án þess að blása hori úr nös heldur leyfa flugfélögin sér líka að gjaldfella þessa viðskiptapunkta reglulega. Eins og til dæmis um áramót. Og nú eru áramót á næsta leyti…
Þjóðráð lumi einhver þarna úti á vildarpunktum að taka stöðuna eigi síðar en núna því Icelandair hefur þá reglu að tilteknir áunnir vildarpunktar og eða gjafabréf FYRNAST eftir tiltekinn árafjölda. Öll þessi viðskipti við Olís um áraraðir vegna vildarpunkta gætu orðið gagnslaus strax þann 1. janúar 2020.
Merkilegt nokk, benti Icelandair fólki á þetta í nýlegri færslu og mun það í fyrsta skipti nokkru sinni frá árinu 2009 sem flugfélagið bendir viðskiptavinum á að flugpunktarnir gætu fokið helvítis til á miðnætti síðasta dag ársins. Við hins vegar bent á þetta um tíu ára skeið og fengið bágt fyrir.
Allavega er ráð, ef familían lumar á vildapunktum, að kíkja núna á stöðuna á vef Icelandair. Ef útlit er fyrir að verulegur fjöldi punkta sé að fyrnast út í hið óendanlega er kjörið að bóka flug, eitthvað flug, FYRIR ÁRAMÓT.
Aðeins þannig græðir einkafyrirtækið Icelandair ekki fúlgur fjár á því að gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þig.
PS: hvernig væri að prófa SJÖFALDAN heimsmeistara samkvæmt World Travel Awards þegar þú bókar gistingu erlendis? Hann ekki sjöfaldur heimsmeistari fyrir ekki neitt 🙂







