Ekki hægt annað en vera stolt af Íslendingum á borð við Andra Má Ingólfsson. Sá bara á Barbados að reykja feita vindla og drekka dýrt koníak meðan viðskiptavinir hans fá ekki tíma dagsins. Fálkaorðuna á manninn ekki síðar en í gær takk.
Helsta gallinn við fjölmiðla sem eru í eigu milljarðamæringa (Morgunblaðið og Fréttablaðið) að þar birtist aldrei nokkurn tíma neitt neikvætt um aðra milljarðamæringa.
Markaðsmanni ársins, Andra Má Ingólfssyni, eiganda Primera Air og Heimsferða, er til dæmis drullusama um sína eigin viðskiptavini meðan hann sýgur feita vindla með koníak í glasi. Í það minnsta ef marka má samfélagsmiðla…





Taktu eftir að allar ofangreindar kvartanir hafa birst á síðustu 180 mínútum þegar þetta er skrifað. Af nógu öðru að taka ef við förum lengra aftur.
Ekki gleyma svo heldur að sami Andri Már á og rekur Heimsferðir. Þegar þú flýgur erlendis gegnum þá ferðaskrifstofu notar þú sama skíta flugfélagið og hér er nefnt til sögunnar…







