Skip to main content

Það er að einu leyti ágætt að flugfélag Andra Más Ingólfssonar, Primera Air, er nú opinberlega lettneskt flugfélag en ekki íslenskt. Flugfélagið virðir viðskiptavini með kvartanir ekki viðlits og gildir einu hvort það er hérlendis eða erlendis.

Lendi viðskiptavinir Primera Air í vandræðum þarf ekki að búast við neinni hjálp frá flugfélaginu. Mynd Murcia Flight Spotters

Sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku finnst töluvert fréttaefni að kona ein frá Borgundarhólmi hafi um sex mánaða skeið fengið puttann frá Primera Air þegar hún sótti um bætur vegna 24 stunda tafa flugs Primera Air frá Barcelóna síðastliðið sumar.

Svo allt í einu nú hafi viðkomandi og tugir annarra sem biðu eftir umræddu flugi síðasta sumar fengið skilaboð þess efnis að flugfélagið sýni nú lit og greiði bætur. Það eftir sex mánaða vesen og höfnun og umrædd kona þurfti aðstoð frá lögfræðifyrirtæki til að fá bótakröfuna í gegn.

Merkilegt nokk hefur Primera Air stundað sama leik hérlendis lengi en ekki er staf um það að finna annars staðar en á Fararheill.is. Hvað segir það um meðvirkni fjölmiðla hérlendis 😉

Andri Már Ingólfsson sökkar 🙂