Skip to main content

Undarleg eru fræði markaðsmanna hjá Heimsferðum. Ferðaskrifstofan auglýsir nokkuð grimmt að með þeim fljúgi börn undir ellefu ára aldri frítt með foreldrum sínum. En þó bara til Mallorca.

Frábær eyja heimsóknar en „tilboðin“ hálf undarleg.

Frábær eyja heimsóknar en „tilboðin“ hálf undarleg.

Landinn hefur gegnið ár og aldir látið taka sig í þurrt hvað viðkemur skipulögðum ferðum og eftirlitsstofnanir þar ekki undantekningar. Ella kæmust ferðaskrifstofur landsins ekki upp með að bjóða barnafargjöld upp að sex, átta, tíu eða tólf ára aldri eftir hentugleikum hverju sinni. Það er nefninlega svo að lög landsins kveða á um að allir einstaklingar undir 18 ára aldri flokkist sem börn og þau lög verið við lýði síðan Kári Stefánsson þekkti ekki muninn á DNA og NBA.

Eins og það væri sannarlega til eftirbreytni ef innlend ferðaskrifstofa raunverulega byði börnum að fljúga frítt og takmarkaði það ekki við einn einasta áfangastað. Og hvers vegna aðeins Mallorca?

Líklega af því að stjórinn, Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air, sem á Heimsferðir, hefur sagt það góða hugmynd. Sérstaklega af því að flugvélar Primera Air sjá um allt flug Heimsferða til Mallorca þetta sumarið. Betra að bjóða krökkunum frítt með en hafa vélarnar hálftómar.

Ritstjórn Fararheill reyndi að kíkja á hvað nákvæmlega þetta merkir og tókum stikkprufu. Heimsferðir auglýsa vikuferð til Mallorca þar sem gist er á þriggja stjörnu Santa Ponsa Pins 7. til 14. júní 2016. Sé sú ferð bókuð með aðeins tveimur fullorðnum kostar vikan atarna alls 217.500 krónur eða 108.750 krónur á kjaft.

Sé einu barni undir ellefu ára aldri bætt við ofangreindan pakka hækkar heildargjaldið um 44.085 krónur. Heildarkostnaður á tvo fullorðna plús eitt barn því 261.585 krónur.

Allt gott og blessað?

Ekki alveg. Á hótelbókunarvef Fararheill fæst vikudvöl á þessu sama hóteli á sama tímabili hjá nokkrum aðilum kringum 75 þúsund krónur. Lægst reyndar 71 þúsund krónur. Sama tveggja manna herbergið og Heimsferðir auglýsa þar sem krakkarnir verða líklega að búa um sig í stofunni.

Ef almennt verð fyrir vikugistinguna er 75 þúsund kall þá kostar flugið foreldrana og barnið alls 186.585 krónur eða 62.195 krónur á mann. Ef satt er að flugið er frítt fyrir barnið þá er fullorðna fólkið er greiða algjört okurverð til Mallorca eða alls 93.292 krónur per haus.

Spurt er: telur þú að flug til Mallorca og heim aftur á tæplega hundrað þúsund kall á mann sé góður díll?

Við héldum ekki. Það er meira í ætt við fargjöld Icelandair áður en það flugfélag fékk samkeppni í einhverri mynd.

Ekki láta plata þig.