Þó ágætt sé að rölta um marga borgarhluta London þá er þessi höfuðborg Bretanna allt of stór til að njóta á tveimur jafnfljótum. En það verða einhverjir að gera sér að góðu í dag og á morgun.

Öngþveiti er afar líklegt í London næstu dægrin og ágætt að hafa í huga fyrir ferðafólk. Mynd randomduck
Í gærkvöldi tók gildi hið fyrra af tveimur 48 stunda verkföllum starfsfólks á jarðlestarstöðvum London sem þýðir að borgin verður eitt kraðak í dag, á morgun og aftur í tvo daga þann 11. og 12. febrúar þegar seinna verkfallið skellur á.
Engin þörf að blóta starfsfólkinu því það vill bara mannsæmandi laun eins og við öll og tekur þessi skref til að fá yfirvöld til að hlusta. Sjálfsagt mál en þetta mun gera bæði borgarbúum grammt í geði og valda alls kyns truflunum og veseni sem líklega kemur hart niður á hverjum þeim sem ætlar að njóta borgarinnar.
Auðvitað keyra enn leigubílar og strætisvögnum hefur verið fjölgað en það breytir litlu því bílaumferð mun stóraukast líka og umferðaröngþveiti líklegra en ekki mjög víða. Þá þýðir þetta ekki alveg fullt stopp á jarðlestir því ekki eru allir starfsmenn í því verkalýðsfélagi sem stendur hart á sínu. En aldeilis góð hugmynd að gera ráð fyrir aðeins öðruvísi London en venjulega.







