Skip to main content

Það fer kannski ekki mikið fyrir honum almennt en einn vinsælasti vefur heims hjá yngri fólki og opnara er gistivefurinn Couchsurfing. Hann gefur skítblönkum ferðalöngum færi á að gista hjá fólki hingað og þangað um heiminn og reynslan hefur verið frábær svo ekki sé meira sagt; 99,8 prósent notenda eru ánægð.

Óþarfi að láta blankheit koma í veg fyrir ferðalög.

Óþarfi að láta blankheit koma í veg fyrir ferðalög.

Fararheill hefur prófað þessa leið oftar en einu sinni og tekur undir að reynslan er fyrsta flokks þó auðvitað geti komið fyrir að slíkt gangi ekki upp.

Stóri plúsinn vitaskuld hvers létt þetta er á pyngjunni því gistingin er undantekningarlítið ókeypis og ekki síður er fólk sem hefur áhuga að taka inn ókunnugu oftast nær afar opið og glaðlynt og margir láta sig ekki muna um að ferja gesti sína um heimabæinn og hafa bara gaman af.

Mínusinn auðvitað sá að sófinn eða rúmið sem um ræðir er kannski ekki alveg það dýrasta úr Svefn og Heilsu. Einkalíf er stundum ekkert og stundum er náttstaðurinn víðs fjarri miðborginni.

En tölurnar tala sínu máli og samkvæmt nýlegri tilkynningu frá Couchsurfing fjölgar elda fólki sem nýta sér þjónustuna jafnt og þétt en Couchsurfing var í upphafi hugsaður helst fyrir unga blanka skólafólkið. Nú má þar finna einstaklinga sem hyggjast ferðast á sjötugsaldri með þessum hætti.

Fararheill mælir 99,8 prósent með Couchsurfing. Ekki bara sem billegri leið til gistingar heldur ekki síður til að stíga úr úr þægindarammanum. Prófa eitthvað nýtt sem hræðir marga pínulítið en reynist mörgum eftir að hyggja einhver besta utanlandsferð nokkru sinni. Við þekkjum nokkur dæmi þess.