Hér heima á klakanum eru þrír einstaklingar sem hafa það hlutverk að valsa má milli Airbnb-íbúða og kanna lögmæti leigusala. Í Barselóna eru 106 að störfum við sömu iðju og í París hyggast borgaryfirvöld nú stofna hundrað manna lögreglulið sem einungis eltir uppi þá sem leigja íbúðir heimildalaust á Airbnb.

París íhugar að banna Airbnb alfarið í miðborginni.
Líkt og í Berlín, New York, Barselóna, Róm, San Francisco, Búdapest og Amsterdam hafa borgaryfirvöld í París nú skorið upp herör gegn bandarísku íbúðaleigunni Airbnb.
Aðstoðarborgarstjóri Parísar lét hafa eftir sér fyrr í vikunni að einungis 15% þeirra sem leigðu út íbúðir sínar hefðu skráð þær sem skyldi og greitt skatta eins og þeim bæri. Á því yrði tekið harkalega og kappinn ýjaði meira að segja að því að borgin myndi eftirleiðis alfarið banna leigu íbúða í miðborginni á Airbnb.
Paris officials are announcing record fines for serial renters using the service as lawmakers near the adoption of a new law that would make the American company liable for thousands of unregistered listings on its site. The stakes are high: France is the world’s most-visited country, and Paris is reportedly Airbnb’s single-biggest city market worldwide.
Óvitlaust fyrir borgarstjóra Reykjavíkur að skottast á námskeið hjá þeim frönsku. En Samfylkingargaurinn vill auðvitað frekar að auðugir íbúðaeigendur í miðborginni fái milljónir króna fyrir skammtímaleigu en að ungt fólk eða efnalítið fái þak yfir höfuðið. Dagur B virðist nefninlega ekki hafa hugmynd um hvað Samfylkingin stendur fyrir.
Önnur hlið á sama teningi er sú staðreynd að leiguverð á Airbnb í París að sumarlagi er á köflum miklu hærra en fínustu hótel taka fyrir nóttina á sama stað eða svipuðum. Það því ráð að kíkja á hótelbókunarvefi svona áður en íbúð hjá Airbnb er bókuð. Ekki ólíklegt að verð per nótt sé ívíð lægra á hótelunum.







