Úfffff! Útlærðir sérfræðingar Icelandair haldnir þeirri firru að þeir séu einir um hituna nú þegar Wow Air heyrir sögubókum til. Það alvarleg mistök.

Wow Air horfið til feðra sinna en það þýðir ekki að Icelandair geti farið að okra aftur út í eitt… Mynd Icelandair

Við áður bent fólki á að gera verðsamanburð á flugi hingað og þangað og það breytist ekkert nú þegar einu flugfélagi færra er í Keflavík.

Einhver hefði haldið að Icelandair myndi grípa gæs, lækka fargjöld almennt og þannig koma í veg fyrir að erlend lággjaldaflugfélög næðu að fylla skarð Wow Air.

En öðru nær.

Icelandair hækkaði allt prontó um helling og heldur þeirri stefnu áfram ef marka má mjög netta úttekt Fararheill.is.

Verð aðra leið til Köben um miðjan september:

Ók, kannski helber tilviljun. Kíkjum á möguleikana aðra leið til London á sama tímabili:

ÆÆÆ! Icelandair bara að bjóða lakasta verðið norðan Alpafjalla. SAS, British Airways, easyJet og Wizz pakka Icelandair saman eins og sardínu í samloku. Meira að segja hægt að millilenda á hinum og þessum stöðum og samt fljúga á lægra verði en Icelandair er að bjóða landanum…

En ók, kannski kannski er þetta helber tilviljun að hitta á dagsetningar sem koma illa út fyrir ríkisflugfélagið. En kannski ekki…

Halda mætti að Icelandair gæti nú hent í sæta afslætti á skitnum tveggja stunda flugleiðum eins og til Oslóar í Noregi. En ekki virðist það raunin. Þvert á móti er ríkisflugfélagið að okra á þeirri leiðinni eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti. Hér ekkert innifalið annað en skitinn bakpoki hjá öllum en Icelandair tekst samt að vera 76% dýrari en Wizz Air og 17% dýrara en SAS!!!

Gaman að þessu (ekki.)