Skip to main content

E inn allra fallegasti þjóðgarður Bandaríkjanna er Yosemite garðurinn í norðurhluta Kaliforníu. Þar er hægt að þvælast vikum saman án þess að sjá aðra sálu og reyndar líka hægt að þvælast vikum saman með stórum hópum kjósi fólk það.

Einn myndlistamaður hefur gert svokallað time-lapse myndband sem tekið er alfarið í þjóðgarðinum og gert það æði vel. Það vel að hörðustu sófadrumbar gætu tekið upp hjá sér að panta far í einum grænum og eytt tíma í Yosemite undir stjörnunum.

Þangað er ívið auðveldara að komast nú þegar reglulegt áætlunarflug með Wow Air er í boði til Los Angeles og San Francisco í Kaliforníu.

Frábært myndband af frábærum stað og fjandi góð ástæða til að drattast úr sófanum og sjá heiminn áður en veikindi eða eitthvað þaðan af verra kemur í veg fyrir…