Skip to main content

R ömm er sú taug segir kvæðið og margir vitna í reglulega. Ekki þó rammari en svo að íslenskir karlmenn séu eitthvað spenntir fyrir Noregi eða íslenskar konur fyrir Írlandi. Þaðan kemur nefninlega hin íslenska þjóð ef marka má erfðafræðirannsóknir.mor

Bæði lönd reyndar frábær heimsóknar fyrir farfugla og farfólk. Noregur fyrir vingjarnlegheit heimamanna sem enn líta margir á Ísland og Íslendinga sem náskylda ættingja og ekki síður stórfenglega náttúrufegurð. Írland sömuleiðis fyrir vingjarnlegheit heimamanna sem margir bera virðingu fyrir okkur hér enda líka eyþjóð sem margt hefur mátt reyna og hreint ekki svo langt á milli þó samskipti þjóðanna hafi gegnum tíðina verið sorglega lítil.

Hvorugt land er þó gallalaust heldur. Þó margt sé afbragð í írskri náttúru eru stórfengleg náttúrundur af skornum skammti og kannski helst til einhæft að aka lengi um landið. Noregur býr yfir fegurðinni en verðlag í landinu er svo víðs fjarri því sem við þekkjum að helst þarf milljónamæringa til að ílengjast þar lengur en helgi eða svo.

En ef þú átt peninga til að eyða í lífsreynslu ferðu á mis ef þú heimsækir ekki Noreg.