Skip to main content

Þú ert á leiðinni til Seattle í Bandaríkjunum. Þig vantar gistingu og helst sæmilega en má þó ekki kosta of mikið.

Allmörg fín hótel eru í borginni eða rúmlega 260 talsins í heildina og því ekki flókið að finna gistingu við hæfi. En öðru máli gegnir um verðið. Seattle er ein allra dýrasta borg Bandaríkjanna og verðlag á hótelum tekur mið af því.

Þú rennir kannski yfir þau hótel sem finnast á hótelbókunarvef Icelandair svona fyrst þú flýgur með þeim til Seattle. Þar finnst til dæmis þetta:

sea

Þetta er æði gott tilboð. 20% afsláttur og snjalltilboð í þokkabót sem stendur fyrir allra lægsta verð sem finnst fyrir gistingu á þessu ágæta hóteli. 17.861 krónur virðist svona í dýrari kantinum og þó. Þetta er jú fjögurra stjörnu pakkinn miðsvæðis og hótelið fær fínar einkunnir. Og aðeins TVÖ herbergi eftir. Hver getur staðist svo fínt tilboð?

Sennilega ekki margir. Rannsóknir hafa sýnt að fátt er vænlegra til að fá fólk til að draga upp kortið og panta eða kaupa en rífleg afsláttarkjör sem auglýst eru með áberandi hætti.

Þú bíður ekkert með að bóka og tryggja þér nótt eða nætur hér. En svo dettur þér kannski í hug að gamni að fletta upp á þessu hóteli á hótelbókunarvef Fararheill. Þá kemur þetta í ljós:

sea2

Hmmm. Mun lægra verð þó enginn sé sérstakur afsláttur? Tæplega átta þúsund króna munur miðað við hefðbundið verð hér að ofan og 2500 króna munur þrátt fyrir 20 prósenta afslátt? Hvað er í gangi?

Ekkert sérstakt annað en að hótelbókunarvefur Fararheill leitar uppi lægsta verð á miklu fleiri stöðum en bókunarvefur Icelandair. Sem raunverulega tryggir lægsta verð því okkar vél leitar líka hjá flugleitarvél Icelandair. Við erum því í versta falli að bjóða sömu kjör á gistingu og Icelandair en í besta falli mun lægra verð.

Þannig er það í pottinn búið 🙂 Ekki láta plata þig.