T inni, Tobbi, Kolbeinn kafteinn, Prófessor Vandráður að ógleymdum hinum skrautlegu tvíburum Skapta og Skapta.

Engum undir nírætt ætti að leiðast á þessu safni og hinum sennilega ekki heldur.
Þessar teiknimyndapersónur þekkja flestir Íslendingar og milljónir annarra í heiminum og þrátt fyrir nútímavæðingu heimsins virðast vinsældir Tinna og félaga lítið dvína þó þessi unggæðingslegi fréttamaður með pönkarahárgreiðsluna sé að nálgast áttræðisaldurinn.
Höfundurinn belgíski Hérge og sköpun hans eru í hávegum höfð í heimalandinu og eigi fólk leið um Brussel eða nágrenni er þar að finna nýlegt og æði skemmtilegt safn þeirra persóna sem Hérge hefur fært heiminum gegnum tíðina.
Ekkert var hér til sparað og er safnið með þeim glæsilegri og ekki síðra en söfn tileinkuð alvöru hetjum úr holdi og blóði. Gler og stál, bækur og teiknimyndir, munir og leikföng. Allt verður þetta til húsa á Tinnasafninu í bænum Louvain la Neuve nálægt Brussel og vert skoðunar fyrir þá sem leið eiga um höfuðborg Belgíu og eiga minningar um Tinna frá yngri árum. Sem eru líklega flestir.
Hingað er komist með lest og rútum en túrinn tekur rétt rúma klukkustund ef allt er með felldu.
Heimasíðan hér.





