N ákvæmlega ekkert að því að setja undir sig skíði eða bretti á einhverjum af þeim hundruðum fimm stjörnu skíðastaða í Alpafjöllum. Nema kannski að þeir staðir eru fokdýrir og aðeins fyrir það þunna lag samfélagsins sem greiðir aðeins 16% skatt af fjármagnstekjum. Nær lagi fyrir okkur hin að leggja leið okkar til Formigal á Spáni.

Tæplega 200 kílómetrar af brekkum og slóðum og skíðalyftur um allar trissur.
Nei, þú líklega aldrei heyrt talað um Formigal. En þú hefur kannski heyrt talað um Pýreneafjöllin. Þú veist, fjallgarðinn sem skiptir Frakklandi og Spáni.
Á þeim slóðum tugir fyrirtaks skíðasvæða svo ekkert sé minnst á smáríkið Andorra sem er klemmt þar á milli.
Formigal heitir stærsta skíðasvæði Spánar með tæplega 180 kílómetra af ruddum brekkum og slóðum sem skíðaáhugafólk getur notið meðan snjór er á fjöllum. Til samanburðar státa Bláfjöll af sirka 15 kílómetrum af brekkum og slóðum en þar er sjaldan gengið að snjó vísum.
Snjóelskendur íslenskir þurfa aðeins að hafa fyrir því að komast til Formigal sem ætti ekki að vera vandamál því langar leiðir eru frá Salzburg, Vín og Munchen til flottari skíðasvæða Alpafjalla.
Staðsetningu má sjá á skjáskotinu hér að neðan en nær lagi væri að segja að frá Barselóna eða Madríd tekur um fjórar stundir að komast til Formigal. Það er svona sæmilega mitt á milli þessara stórborga til norðurs.
Hvers vegna ætti landinn að þvælast þá leiðina í ljúfar brekkurnar?
Tvær ástæður helstar. Í fyrsta lagi sökum þess að flug til Barselóna eða Madríd er undantekningarlítið ódýrara en skotterí að Alpafjöllum undir eðlilegum kringumstæðum. Í öðru lagi sökum þess að verðlag á skíðasvæðum Spánar, eins og í landinu öllu, er töluvert undir því sem gengur og gerist í Alpafjöllum. Dagspassi í Formigal fyrir fullorðinn fæst fyrir fimm til sex þúsund krónur en leita má lengi að dagspassa á því verði á næs stöðum í Alpafjöllum.
Þess utan er allt ódýrara á Spáni en í nágrenni Alpanna. Gisting kostar minna, bílaleigubílar minna, bjórinn næstum gefins og engir smáréttir eða snakk er frítt með í brekkum Alpafjalla.