Á ætlanir flugfélaga hafa undanfarna mánuði staðist nokkuð vel samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli og fleiri vélar en ekki lent á rösklega réttum tíma og tímanlega farið í loftið.

Stundum er skrýtið hvað áætlunarvélar lenda langt á undan áætlun. Mögulega er komin ein skýring á því fyrir utan veðurfarsleg áhrif

Stundum er skrýtið hvað áætlunarvélar lenda langt á undan áætlun. Mögulega er komin ein skýring á því fyrir utan veðurfarsleg áhrif

Ritstjórn Fararheill hefur oft á tíðum undrast það hversu algengt er að vélar Icelandair sérstaklega en annarra flugfélaga líka lendi duglega á undan áætlun á Keflavíkurflugvelli. Auðvitað er það upp og niður enda getur með- eða mótvindur seinkað eða flýtt flugi um fleiri mínútur og jafnvel mun lengur en svo í lengra flugi.

En það kann að vera önnur ástæða fyrir þessu ef marka má reyndan flugmann sem er í viðtali við tímaritið Reader´s Digest í Bandaríkjunum nýlega.

Sá segir það reglu hjá þarlendum flugfélögum að gefa opinberlega upp lengri flugtíma en raunin er á öllum sínum leiðum. Farþegar séu sjaldan neinu nær heldur aðeins glaðir að lenda á undan áætlun og ef uppgefinn flugtími er tvær klukkustundir þegar flugið er í raun aðeins klukkustund og 45 mínútur er lítil hætta á seinkun jafnvel þó vindar séu ekki hagstæðir.

Ergo: flugfélagið oftar á áætlun. Ekki slæmur díll nú þegar eitt allra helsta keppikefli flugfélaga er einmitt stundvísi.