Ýmsar leiðir til að koma ástvini eða hefðbundnum vini á óvart í New York í Bandaríkjunum. Ein nýstárleg gæti þó komið alveg extra á óvart.

Til hamingju með afmælið væna…
Fyrirtæki eitt vestanhafs hefur nú tekið upp á því að bjóða áhugasömum að senda gegnum app persónulegt skeyti sem endar svo uppi fyrir allra augum á einhverju af fjölmörgum auglýsingaskiltum í borginni.
Þjónustan hófst fyrir tveimur vikum og hægt að skrá sig hér. Dæla þarf niður sérstöku appi en fyrsta birting er frí og fólk ræður hvar hún birtist hverju sinni.
Ekki amalegt að koma vini á óvart með þessum hætti ef verið er að vappa um borgina. Þó með þeim formerkjum að svona nokkuð á það til að verða þreytt og úr sér gengið að nokkrum tíma liðnum. En þangað til er þetta plús í kladda vina og vandamanna.







