M yndir segja þúsund orð og stundum gott betur en það. Fyrir utan að kynnast Tælandi á eigin skinni er fátt sem gefur betri fyrirheit en tíu flottar myndir af tíu flottum stöðum sem vert er að sjá og upplifa.

Tæland er fyrirheitna landið í hugum margra Íslendinga og hefur ýmsum komið á óvart hversu margir landar okkar sækja landið heim árlega miðað við að þangað er vart hægt að komast beint héðan og flug til og frá er tiltölulega dýrt.

Tæland er annars land töluverðra andstæðna og tvennt ólíkt að sóla sig á lúxusströndum Phuket eða taka hús á harðvinnandi bændum í skóglendinu í norðurhluta landsins. Svo ekki sé minnst á Bangkok sem fólk annaðhvort elskar eða hatar.

Nánar um Bangkok, Pattaya, Pak Nam Pran.

  • Wat Chedi Luang klaustrið í miðborg Chiang Mai
Klaustur finnast á ólíklegustu stöðum í Tælandi öllu og mörg þeirra hreinustu listaverk. Mynd zoutedrop

Klaustur finnast á ólíklegustu stöðum í Tælandi öllu og mörg þeirra hreinustu listaverk. Mynd zoutedrop

  • Vatnataxi í Bangkok
Bangkok er heill heimur út af fyrir sig. Þung og ömurleg umferð þvingar marga til að taka vatnataxa sem sigla eftir fjölmörgum kanölum sem í borginni eru. Mynd Captain Kimo

Bangkok er heill heimur út af fyrir sig. Þung og ömurleg umferð þvingar marga til að taka vatnataxa sem sigla eftir fjölmörgum kanölum sem í borginni eru. Mynd Captain Kimo

  • Hrísgrjónaakrar skammt frá Bangkok
Að ferðamennsku frátalinni er hrísgrjónaræktun ennþá mikilvægasta útflutningsvara Tælands. Ekkert land í heimi flytur út meira magn.

Að ferðamennsku frátalinni er hrísgrjónaræktun ennþá mikilvægasta útflutningsvara Tælands. Ekkert land í heimi flytur út meira magn.

  • Chatuchuk markaðurinn í Bangkok
Stærsti markaður Tælands er Chatuchuk í Bangkok en ranghalarnir þar eru endalausir. Hér versla 200 þúsund manns hvern einasta dag sem opið er. Mynd abeppu

Stærsti markaður Tælands er Chatuchuk í Bangkok en ranghalarnir þar eru endalausir. Hér versla 200 þúsund manns hvern einasta dag sem opið er. Mynd abeppu

  • Phang Nga flóinn
Líklega er Phang Nga flóinn frægasta náttúruundur Tælands en þar má meðal annars finna hina rómuðu og margfrægu James Bond eyjur og fjöldann allan af stórkostlegum klettamyndum sem rísa hundruð metra upp úr sænum. Mynd Michal Sacherewich

Líklega er Phang Nga flóinn frægasta náttúruundur Tælands en þar má meðal annars finna hina rómuðu og margfrægu James Bond eyjur og fjöldann allan af stórkostlegum klettamyndum sem rísa hundruð metra upp úr sænum. Mynd Michal Sacherewich

  • Phi Phi eyjur
Ekki mikið síðri náttúrurundur er að finna í grennd við Krabi þar sem Phi Phi eyjur setja aldeilis glæsilegan svip á umhverfi sitt. Sjórinn hér skemmir heldur ekkert. Mynd Wilson Loo

Ekki mikið síðri náttúrurundur er að finna í grennd við Krabi þar sem Phi Phi eyjur setja aldeilis glæsilegan svip á umhverfi sitt. Sjórinn hér skemmir heldur ekkert. Mynd Wilson Loo

  • Khao Yai þjóðgarðurinn
Annar stærsti þjóðgarður Tælands er Khao Yai sem er sannarlega þess virði að heimsækja og gefa sér tíma. Garðurinn er á Heimsminjaskrá SÞ enda dýra- og fuglalíf hér mikið og fjölbreytt. Mynd irishkh

Annar stærsti þjóðgarður Tælands er Khao Yai sem er sannarlega þess virði að heimsækja og gefa sér tíma. Garðurinn er á Heimsminjaskrá SÞ enda dýra- og fuglalíf hér mikið og fjölbreytt. Mynd irishkh

  • Konungshöllin í Bangkok
Hér er ekki þverfótað fyrir öðrum ferðamönnum og ágengni prangara getur tekið á en engu að síður dvelur enginn í Bangkok án þess að heimsækja Grand Palace í hjarta borgarinnar. Fjöldi glæsilegra bygginga sem hver á sína sögu og höllin er enn þann dag í dag opinber dvalarstaður konungs Tælands. Mynd Gregg Knapp

Hér er ekki þverfótað fyrir öðrum ferðamönnum og ágengni prangara getur tekið á en engu að síður dvelur enginn í Bangkok án þess að heimsækja Grand Palace í hjarta borgarinnar. Fjöldi glæsilegra bygginga sem hver á sína sögu og höllin er enn þann dag í dag opinber dvalarstaður konungs Tælands. Mynd Gregg Knapp

  • Gamla höfuðborgin Ayutthaya
Hafi Tæland eitthvað í líkingu við hið stórkostlega Angkor Wat í Kambódíu er það helst minjar hinnar fornu höfuðborgar Siam í Ayutthaya. Reyndar alls ekki á pari við Angkor en stórkostleg upplifun engu að síður. Ekki skemmir að hingað koma almennt ekki tonn af ferðamönnum. Mynd mr. Wood

Hafi Tæland eitthvað í líkingu við hið stórkostlega Angkor Wat í Kambódíu er það helst minjar hinnar fornu höfuðborgar Siam í Ayutthaya. Reyndar alls ekki á pari við Angkor en stórkostleg upplifun engu að síður. Ekki skemmir að hingað koma almennt ekki tonn af ferðamönnum. Mynd mr. Wood

  • Mae Hong Son
Eitt afskekktasta hérað Tælands og eitt fárra þar sem gamlir lifnaðarhættir eru enn ríkjandi er í Mae Hong Son við landamæri Myanmar. Djúpir skógi vaxnir dalir allt í kring og ein fárra leiða að komast um er á fílsbaki. Mynd -AX-

Eitt afskekktasta hérað Tælands og eitt fárra þar sem gamlir lifnaðarhættir eru enn ríkjandi er í Mae Hong Son við landamæri Myanmar. Djúpir skógi vaxnir dalir allt í kring og ein fárra leiða að komast um er á fílsbaki. Mynd -AX-


View Tíu stórkostlegir staðir í Tælandi in a larger map