S jaldan auðvelt að vera öðruvísi en fjöldinn. Það á ekki síst við um samkynhneigða sem enn geta ekki ferðast um fjölda staða á jarðríki án þess að eiga sitthvað alvarlegt á hættu. Því er öfugt farið í konungsríki samkynhneigðra. Þar ertu velkomin(n) hvernig sem þú ert.

Óformlegt konungsríki samkyhneigðra var stofnað árið 2004 og heldur enn velli.

Það kann að fara fyrir brjóst einhverra að tala um „konungsríki samkynhneigðra” enda ekkert slíkt til í raunveruleikanum.

Eða hvað?

Neibbs. Ekki með formlegum hætti en sannarlega með óformlegu móti. Það „ríkið“ finnst á lítilli eyju sem heitir Cato og er ein af fjölmörgum smáeyjum sem rísa upp úr hafinu meðfram Kóralrifinu mikla við Ástralíu.

Fjöldi samkynhneigðra frá Ástralíu komu þar saman árið 2004, lögðu hald á eyjuna eins og hún lagði sig og kölluðu fyrirbærið fyrsta konungsríki samkynhneigðra (Gay & Lesbian Kingdom of the Coral Islands.)

Stórkostleg sólskinsparadís? Svo sannarlega.

Ástæðan þá sú að áströlsk stjórnvöld harðneituðu að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra og merkilegt nokk hefur eyjan Cato alla tíð síðan dregið til sín fjölda samkynhneigðra enda þar enginn regluvörður með tóm leiðindi eða óvinveitt stjórnvöld sem banna hitt og þetta. Og nóta bene; eyjan heitir ekki Cato í meðförum samkynhneigðra heldur Himnaríki (Heaven.)

Allir hingað velkomnir og eyjan sjálf ekkert slor eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þvert á móti er þetta sólskinsparadís með sandstrendur sem toppa Kanaríeyjur án þess að blikka auga.

Príma stopp ef þú finnur þig á austurströnd Ástralíu og með dauðan tíma. Það jafnvel þó ekki sé samkynhneigð fyrir að fara. Við hin erum nefninlega velkomin ólíkt því sem samkynhneigðir þurfa að þola víða um heim.