Skip to main content

Klukkan er að detta í miðnætti sunnudaginn 5. nóvember þegar þetta er skrifað. Eðli máls samkvæmt hefur fjöldi flugfélaga fellt niður flug til og frá Keflavík meðan óveður geysar á klakanum öllum. En farþegar Wow Air til Montreal eru enn að bíða upplýsinga um flug sem átti að fara í loftið klukkan 16 í dag.

Vitum ekki á hvaða plánetu það þykir merkileg þjónusta að láta viðskiptavini bíða næstum hálfan dag á hörðum plastsætum í rándýrri Leifsstöð?

Það er nákvæmlega það sem Wow Air hefur látið farþega sína til Montreal hafa þennan óveðursdag. Ef marka má upplýsingar á vef Leifsstöðvar bíða þeir farþegar ENNÞÁ frekari upplýsinga enda er farþegum þessa flugs bent á samkvæmt opinberum vef Leifsstöðvar að „bíða frekari upplýsinga.“ Þær upplýsingar koma frá flugfélaginu sjálfu.

Komm on Skúli Mogensen! Það er helvíti á jörð að sitja í flugstöð klukkustundum saman og tvöfalt helvíti á jörð að sitja í flugstöð klukkustundum saman með rangar, misvísandi eða engar upplýsingar. Flugið átti að fara í loftið fyrir tæpum ÁTTA KLUKKUSTUNDUM og fólkið enn að bíða „frekari upplýsinga!“

Tímirðu ekki að blæða í hótel fyrir þessa viðskiptavini? Það ætti ekki að vera vandamál miðað við tugmilljarða tekjur Wow Air þessa síðustu og verstu. En auðvitað þarftu seðlana til að fjárfesta í Lettlandi eða kaupa fleiri verk eftir Erró.

En ók, jafnvel þó þú tímir ekki að skjóta fólkinu á hótel þá er það minnsta sem þú getur gert að láta fólk vita að ekkert verði flogið NÆSTU KLUKKUSTUNDIRNAR og jafnvel mun lengur en það.

Það kallast lágmarksþjónusta. Ættir að kynna þér hugtakið Skúli.