„Kæra American Airlines. Ég var að stíga frá borði með framtíðar eiginmanni mínum en því miður náði ég ekki hvað hann hét fullu nafni. Gætuð þið hjálpað mér að koma okkur saman.“

Það er sannarlega einn kostur við að sitja við hlið ókunnugra í flugvélum. Þeir gætu verið ómótstæðilegir. Mynd Bryan Jones

Það er sannarlega einn kostur við að sitja við hlið ókunnugra í flugvélum. Þeir gætu verið ómótstæðilegir. Mynd Bryan Jones

Gróflega svona hljóðaði skeyti sem birtist á Twitter fyrir nokkru síðan og var frá bandarískri konu, Emily Domesek, sem hafði kolfallið fyrir sætisfélaga sínum í flugi American Airlines milli Dallas og Calgary. Hún missti þó af honum og vissi aðeins að hann hét Glauco.

Stúlkan dó ekki ráðalaus heldur sendi skeyti á flugfélagið og bað um aðstoð.

Skeytið vakti athygli fjölmiðla vestanhafs og það kann að vera að miðlar hérlendis hafi skýrt frá þessum tíðindum enda fáir sem ekki komast við þegar ástin bankar óvænt upp hjá fólki.

Flugfélagið kom skilaboðum hennar áfram en hafnaði þó að gefa upplýsingar um farþega sína eins og eðlilegt er.

Líður svo og bíður en nokkrum vikum seinna fékk Emily ósk sína uppfyllta þegar tókst að hafa uppi á Glauco. Hittust þau aftur og hefur síðan ekkert af þeim frést fyrir utan eitt skeyti á twitter frá Emily. „Til að loka síðasta kaflanum í þessari sögu: Alheimurinn hefur fært okkur saman og hann er stórkostlegur. Yfir og út.“

Nútímaleg ástarsaga í meira lagi og sýnir og sannar að það getur borgað sig að opna upp á gátt og vera manneskja í stað þess að lúta höfði og loka þegar ókunnugt fólk situr í næsta sæti. Það er nefninlega annað fólk sem gerir veröldina frábæra 😉