Þ au eru sennilega ekki svo mörg söfnin í veröldinni sem kveikja slíkar harmkvalir að margir tárast og þurfa að setjast niður til að jafna sig. Söfn útrýmingarbúða nasista komast í þann hóp og það gerir líka merkilegt safn í miðborg Zagreb í Króatíu: Safn brostinna ástarsambanda.

Lítið og lætur kannski ekki mikið yfir sér en áhrifaríkt er það.

Lítið og lætur kannski ekki mikið yfir sér en áhrifaríkt er það.

Já, það er raunverulega til safn brostinna ástarsambanda, Museum of Broken Relationships, og hugmyndin reyndar frábær því safnið er á skömmum tíma orðið eitt hið vinsælasta í höfuðborg Króatíu og naut mikilla vinsælda þegar flakkað var með sýninguna milli landa í Evrópu um tveggja ára skeið áður en það fann sér samastað.

Þetta er ekki stórt safn sem ætti kannski að vekja furðu því milljón sambönd sirkabát enda hvern einasta dag ársins en þeir munir sem hér eru til sýnis eru frá einstaklingum sem hafa á einhvern hátt ekki náð sér eftir sambandsslit og luma enn á munum frá makanum til minningar.

Í raun má bera mikla virðingu fyrir því fólki sem ánafnað hefur safninu gripi sem tengjast í huga þess mikilvægu ástarsambandi því það er líklega ekki auðvelt.

Hér gefur að líta ýmsa muni, allt frá djúpum handskrifuðum ljóðum til vaxbrjósta og margt merkilegt þar inn á milli. Gættu þess bara að taka með vasaklút eða þurrkur af einhverju taginu ef aftan í hugskotum leynist þrá eða sorg eftir sambandi sem aldrei varð eða aldrei náði flugi.

Og sitjir þú á háum hesti og þyki slíkt safn fyrir neðan þína virðingu er allt í lagi að hafa í huga að safnið hlaut European Museum Awards árið 2011. Ekkert amalegt við það.