Þ eir eru til sem hlæja eða brosa feitt í kampinn þegar þeir heyra um fólk sem villist auðveldlega  í erlendum stórborgum. Þeir sömu brosa líklega öllu minna æði þeir kortlausir á risamarkaðinn í Istanbúl í Tyrklandi.

Einn inngangur af mörgum á Grand Bazar í Istanbúl. Hægt væri að ganga klukkustundum saman þar inni og aldrei sjá sama hlutinn. Mynd Farhan Chawla

Einn inngangur af mörgum á Grand Bazar í Istanbúl. Hægt væri að ganga klukkustundum saman þar inni og aldrei sjá sama hlutinn. Mynd Farhan Chawla

Grand Bazar markaðurinn er á stærð við íslenskan bæ úti á landi og hvergi sést til vegar fyrir varningi af ýmsum toga auk þess sem skilningarvitin hringsnúast vegna mannfjölda, hávaða, sölumennsku og því vöruúrvali sem í boði er. Hér finnast vörur í 62 yfirbyggðum götum hvorki meira né minna.

Stemmningin kringum þennan markað, eins og flesta aðra risamarkaði í veröldinni, kemur til vegna þess að fólk er að labba inn í aðra veröld og það er með því hugarfari sem gaman er að þvælast um.

Sölumenn hér láta þig reyndar ekki í friði og kunna fleiri sölutrix en finnast í alfræðiorðabókinni um sölutrix. Þeir verða fljótt pínu leiðigjarnir en aldrei láta þá ná til þín og hafðu ávallt hugfast að þeir eru náttúrulega aðeins að verða sér úti um laun. Nái þeir þér inn í verslun er mikil hætta á að þaðan farir þú ekki aftur án þess að hafa eitthvað meðferðis.

Til umhugsunar: Hluti markaðarins er í dag orðinn heldur túristalegur í neikvæðri merkingu. Þ.e.a.s. allnokkrir sölumenn gera aðeins út á ferðamenn og prísarnir endurspegla það. Þumalputtareglan er að prútta öll verð niður um helming. Ekki fá samviskubit yfir því enda við því búist.

Hér að neðan má sjá kort af markaðnum öllum og má af því ráða að hann er ekkert af litla taginu. Litirnir á kortinu segja til um hvaða varningur er til sölu því svæði.

Stærðin skiptir máli ;)

Stærðin skiptir máli 😉

  • GULT → Gull- og silfursmiðir hafa komið sér fyrir þarna og úrvalið ótrúlegt.
  • GRÆNN → Hér hafa teppavefarar komið sér upp aðstöðu og engin orð þarf að hafa um gæðin.
  • BLÁR → Gallaföt á gallaföt ofan. Buxur, skyrtur, belti, nærur og allt annað úr gallabuxnaefni.
  • APPELSÍNUGULUR → Koparvörur í úrvali. Skartgripir, bikarar og sylgjur.
  • FJÓLUBLÁR → Efni ef efni hefur á. Allt frá silki niður í hundrað prósent kotton.
  • SILFUR → Minjagripir af öllum toga.
  • BRÚNT → Tyrkir eru þekktir fyrir leðurvörur sínar og hér eru þær allar til sölu.
  • KOPAR → Antíkvörur fyrir byrjendur. Töluvert af fallegum gripum hér.

Markaðurinn er opinn alla daga frá 9 – 19. Lokað sunnudaga og helgidaga. Heimasíðan hér.