Tíðindi

Rassar, klof og brjóst: Enn harðari öryggisreglur

  29/10/2010júní 1st, 2014No Comments

Farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna mega eiga von á enn harðari móttökum en hingað til í framtíðinni. Herða skal nefninlega enn reglur um líkamsleit við komu til landsins og eiga öryggisverðir að beita líkamsleit í mun ríkari mæli en hingað til.

Það þýðir að tilteknir farþegar verða beinlínis þuklaðir og það á stöðum sem alla jafna eru afar persónulegir; klof, rassar og brjóst. Þess utan verður hundum beitt enn frekar við öryggisgæslu gagnvart komufarþegum og mega þeir þefa hvern farþega eins og þörf þykir á hverju sinni.

Þegar hefur sú stofnun sem fer með öryggismál á flugvöllum vestanhafs, TSA, sett hina nýju áætlun í gang á stöku alþjóðaflugvöllum en gert er ráð fyrir að áætlunin komi ekki að fullu til framkvæmda alls staðar fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Tilkynning TSA um þuklið hér.