Ó jæja. Allt lítur betur út en við þorðum að vona. Í ljós kemur að minnsta kosti einn innlendur milljarðamæringur virðist ekki vera að fífla skattayfirvöld.

Milljarðamæringur en aðeins með sæmilegar tekjur. Skjáskot
Viðurkennum fúslega að hafa haft eiganda og forstjóra Wow Air, milljarðamæringinn Skúla Mogensen, grunaðan um að fiffa skattayfirvöld eins og aðrir milljarðamæringar með því að taka sér algjör skítalaun en njóta svo feitt góðs af fjármagnstekjum.
Sem kunnugt er greiða fjármagnseigendur aðeins rétt rúman 20 prósenta skatt meðan Jón bókari hjá Samskipum og Gunna millistjórnandi í vínbúðinni í Grindavík greiða tæplega 50 prósent skatt af sínu. Slíkt ætti að öllu eðlilegu að vera kallað skattsvik en svo er þó því miður ekki.
Í öllu falli er þetta það sem milljarðamæringurinn Mogensen gefur upp til skatts samkvæmt vefnum tekjur.is:

Víst eru ofangreindar upplýsingar æði skrýtnar. Þetta er jú milljarðamæringur sem á flugfélag, stóran hlut í banka og svo videre og svo videre. En ef mark er á takandi er Skúli Mogensen að mestu að greiða rúmlega 40 prósent tekjuskatt eins og við hin og aðeins að greiða smotterí af fjármagnstekjum.
Ekki útilokað að Mogensen sé með fjármuni í skattaskjólum erlendis sem hann greiðir ekkert af en þetta er töluvert betri frammistaða en hjá Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko:
Eigandi Byko lítt fyrir að borga skatta þrátt fyrir tæpar þrjár milljónir í mánaðarlaun. Hann kýs að borga aðeins rúmlega 20 prósenta skatt af 183 milljóna króna fjármagnstekjum sínum árlega.
Sem vekur upp þá spurningu hvers vegna þú ert að eiga viðskipti við Byko?







