Ö ið glímum öll við leiðindaáhrif tímans. Hann tekur toll á líkama flestra okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr og fátt eitt til ráða í flestum tilfellum. Ef marka má indónesíska speki er þó til þjóðráð fyrir þær konur sem vilja fríska upp á þreyttar og lúnar pjöllur sínar.

Heilsulindirnar á Balí eru jafnódýrar og allt annað á eynni.

Ratu-meðferð er megavinsæl meðal indónesískra kvenna og allmörg þarlend heilsuhús bjóða upp á þá þjónustuna en þjónustan þykir að sama skapi pínulítið vandræðaleg sem aftur merkir að þú sérð engar auglýsingar um þjónustuna í gluggum indónesískra heilsu- og nuddstofa. Þú þarft að biðja sérstaklega um þá meðferðina.

Ratu-meðferð er á lista flestra indónesískra kvenna sem eru á leið í hjónaband en meðferðin sú á að flikka eilítið upp á pjöllu sem upplifað hefur sína bestu tíma og er farin að gefa eftir meira en góðu hófi gegnir.

Pjöllumeðferð er sögð ýmissa meina bót. Sérstaklega ef þú ert í sambandi.

Meðferðin sjálf örugg og fín. Tæknilega er aðeins um það að ræða að „sjóða” þennan viðkvæma líkamshluta í klukkustund eða þrjár og það gerist með því að konur setjast gjarnan á holum stól yfir sjóðandi vatni sem gefur frá sér mikla gufu. Ekki ósvipað því að fara í heitan pott hér heimavið nema hitastigið er hærra.

Slík meðferð á samkvæmt sölumönnum að gera undur og stórmerki undir niðri og veita eiginmanninum meiri gleði en sá hefur kynnst í áraraðir.

Slík meðferð er þó fjarri því einskorðuð við Balí eða Indónesíu. Hinu megin á hnettinum í Eþíópíu er svipuð meðferð algjört lágmark fyrir allar konur sem hyggjast gifta sig. Þar er hins vegar ekki notuð brennheit vatnsgufa við meðferðina heldur reykur og þar þarf að sitja í tvo til þrjá tíma að lágmarki til að meðferðin geri gagn.

Kannski tómt bull og kannski ekki. Kvikmyndastjarnan Gwyneth Paltrow segir þetta bót allra meina…

PS: engum sögum fer af sambærilegum meðferðum fyrir karlmenn en við verðum á varðbergi.