Þú hafðir líklega enga hugmynd en þennan veturinn og næsta árið hið minnsta getur þú valið milli FJÖGURRA flugfélaga ef hugur rekur til Barcelóna á Spáni. En sum bjóða betur en önnur eins og gengur.

Barcelóna er alltaf snilld en hver er að bjóða lægsta verðið fyrir páskana?
Það bættist eitt flugfélag til í samkeppnina á flugleiðinni milli Keflavíkur og Barcelóna nýverið. Það norska lággjaldaflugfélagið Norwegian og það ekki miður því áberandi er hve Wow Air hefur lækkað verð á flugi til og frá á sama tíma.
Þessir tveir aðilar þó ekki einu lággjaldaflugfélögin sem keppa um viðskiptavininn. Það gerir líka hið spænska Vueling og er sannkallað þjóðráð fyrir alla sem hafa tímann fyrir sér að bera gaumgæfilega saman verð hjá öllum þessum aðilum. Því jafnvel þó um lággjaldaflugfélög sé að ræða getur verðmismunur skipt tugum prósenta. Ekki síst ef mikill farangur er með í för.
Fjórði aðilinn sem segist bjóða flug til Barcelóna er gamla konan í Vatnsmýrinni. Á bókunarvef Icelandair er í boði flug til Barcelóna en þegar leitað er eftir kemur bara upp flug með millilendingum í Hollandi, Englandi eða Þýskalandi og er því engan veginn samkeppnishæft við beint flug. Ekki einu sinni hægt að leita eingöngu að beinu flugi á skitnum vef flugfélagsins.
Við fengum fyrirspurn frá Klöru um með hverjum væri ódýrast að fljúga til Barcelóna fyrir páskana og heim aftur strax að þeim loknum. Óskandi væri að gefa henni einfalt og skorinort svar en það illmögulegt. Verðbreytingar afar örar dag frá degi og innritaður farangur getur haft mikil áhrif á verð til eða frá.
Að því sögðu, sé ekki þörf á sérstakri tösku, er Norwegian að bjóða lægsta verðið eða rétt um 17 þúsund krónur 11. – 20. apríl. Hjá Vueling yfir svipað tímabil þarf að punga út allt að 28 þúsund krónum fyrir sama pakka. Wow Air úti á þekju því einhverra hluta vegna þá taka þeir pásu á Barcelóna í aprílmánuði en annars er Wow Air nokkuð samkeppnishæft næstu mánuðina. Ekki þarf að spá í Icelandair og þeirra hörmungar bókunarvél. Við finnum ekki einu sinni beint flug í aprílmánuði.







