Það er eitthvað nett sorglegt við þá áráttu Bandaríkjamanna og annarra að reisa eftirlíkingar af frægum byggingum í Evrópu á sínum eigin grundum en um það eru hundruðir dæma. Og sennilega fer það ekkert sérstaklega ljúft niður hjá þjóð þeirri sem fyrirmyndina á.

Hver þarf á Aþenu að halda þegar Nashville nægir. Þar er endurgerð frægustu byggingar grísku borgarinnar. Mynd damiandude

Hver þarf á Aþenu að halda þegar Nashville nægir. Þar er endurgerð frægustu byggingar grísku borgarinnar. Mynd damiandude

Hægt er að ímynda sér hneykslan Íslendinga ef Þingvellir, Gullfoss, Nonnahús eða aðrir þjóðfrægir staðir væru endurgerðir frá A til Ö í krummaskuði í Bandaríkjunum.

Eitt dæmi um slíkt finnst í kántríborginni Nashville. Fæstir tengja þá borg við grísku borgina Aþenu.

En í Þúsaldargarðinum, Centennial Park, í Nashville er engu að síður nákvæm fullbyggð eftirlíking af hinu heimsþekkta Parthenon hofi sem situr á toppi Akropolis hæðar í Aþenu. Er byggingin klárlega falleg og hefur Kaninn vandað til verka eins og sjá má á myndum. Umhverfið er heldur ekki amalegt og ekki þarf að klifra stóra hæð til að komast að listaverkinu.

Fínt að kíkja eftir að hafa fengið sér vöfflur og kaffi undir tónlist Dolly Parton á næsta kaffihúsi en stemmningin verður aldrei sú sama enda endurgerðin hjóm eitt miðað við frumverkið.